Kjaradeila í Straumsvík í hnút

Álverið í Straumsvík
Álverið í Straumsvík mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Félög starfsmanna sem starfa í álveri Alcan í Straumsvík hafa vísað kjaradeilu sinni við fyrirtækið til ríkissáttasemjara. Kolbeinn Gunnarsson, formaður Hlífar í Hafnarfirði, segir að nokkur erfið mál séu óleyst í deilunni og því hafi verið ákveðið að vísa til sáttasemjara.

Um er að ræða sex stéttarfélög starfsmanna sem starfa í álverinu. Kolbeinn sagði að búið væri að vinna mikla vinnu í samningunum og menn væru langt komnir. Það væru hins vegar nokkur mál sem ekki hefði tekist að leysa og því hefði í gær verið tekin ákvörðun um að vísa enda hefði ekkert verið að gerast í viðræðunum. Nú væri það ríkissáttasemjara að boða til fundar og stjórna viðræðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert