Léttara yfir en í gær

Aska í loftinu á Kirkjubæjarklaustri.
Aska í loftinu á Kirkjubæjarklaustri. Ernir Eyjólfsson

Brúnt mistur er í loftinu á Kirkjubæjarklaustri en þó léttara yfir en í gær. Öskufok er í bænum og í sveitunum í kring. „Það er mikið mistur en ekkert öskufall. Mikið rok. Það skefur af fjöllunum og heiðunum,“ segir Hörður D. Björgvinsson á Hunkubökkum.

Þar á bæ er allt fé komið í hús og segir Hörður ástandið á því merkilega gott en öskumökkur hafi verið inni í fjárhúsunum. Bjart sé í því að askan sé ekki mikið menguð.

„Það kom hingað til okkar hestur í gær sem tapaðist á laugardaginn. Ótamið tryppi og hann var bara ljúfur og spakur,“ segir Hörður. Ekki virðist sem tryppinu hafi orðið meint af því að ráfa um í öskufallinu undanfarna daga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert