Isavia, sem rekur flugvelli á Íslandi, hefur ákveðið í samvinnu við Háskóla Íslands og innlenda flugrekstaraðila að hefja mælingar á gosösku í lofti í nágrenni Keflavíkur- og Reykjavíkurflugvalla sökum áhrifa hennar á flugumferð á flugvöllunum.
Á vef fyrirtækisins segir, að efri loftlög á umræddu svæði sé sem stendur laus við gosösku ólíkt því sem var fyrstu daga eldgossins.
Búið er að aflýsa mestöllu innanlandsflugi eftir klukkan 18 í kvöld.