Norðmenn hafa orðið varir við öskuský frá gosinu í Grímsvötnum í dag. Kristján J. Kristjánsson hafði samband við mbl.is en hann býr fyrir botni Harðangursfjarðar á vesturströnd Noregs.
,,Ég fór út í búð og þar fór kona, sem vissi að ég er Íslendingur, að skammast út í mig útaf öskunni. Ég hafði nú ekki orðið var við neitt fyrr en ég kom heim aftur og sá brúnleita ösku á borðinu í garðinum hjá okkur," sagði Kristján, sem hafði séð nokkra umfjöllun um öskuna frá Íslandi í norskum fjölmiðlum í dag.