77% rafiðnaðarmanna samþykktu

Frá samningavinnu í Karphúsinu.
Frá samningavinnu í Karphúsinu. mbl.is/Árni Sæberg

Félagsmenn Rafiðnaðarsambands Íslands samþykktu kjarasamninga sem sambandið gerði við Samtök atvinnulífsins. 77% sögðu já og 21% sögðu nei. 

Á kjörskrá voru 2.267, en atkvæði greiddu 598 eða 26,38%. Atkvæði féllu þannig: Já sögðu 460 eða 76,92% Nei sögðu 127 eða 21,24% Auðir og ógildir voru 11 eða 1,84% Samningurinn telst því samþykktur. 

Þetta þýðir að þeir sem eru á almenna samningnum fá þær launahækkanir sem hann kveður á um þ.e.a.s. lægstu taxtarnir hækka um 12.000 kr. og almenn hækkun er 4,25%. Þessar hækkanir gilda frá 1. júní 2011. Þeir sem voru í fullu starfi í mars til maí fá eingreiðslu að upphæð 50.000 kr greidda núna 1. júní 2011, starfsmenn sem létu af störfum í apríl eða eru í hlutastarfi fá hlutfallslega greiðslu miðað við starfstíma í mars og apríl. Starfsmenn sem hófu störf í apríl og verða í starfi til 5. maí fá hlutfallslega greiðslu miðað við starfstíma í apríl og maí.

Félagar í MATVÍS samþykktur líka samningana með miklum meirihluta atkvæða. Á kjörskrá voru 1.155. Greidd atkvæði voru 216 eða 18.70%. Já sögðu 189 eða 87.5%. Nei sögðu 27 eða 12,5%.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert