Jarðvísindastofnun flaug yfir gosstöðvarnar í gærkvöldi. Að sögn Björns Oddssonar, jarðfræðings, var gosmökkurinn hvítur þegar að var komið og nokkuð sakleysislegur en á skammri stundu urðu kröftugar sprengingar í gígnum, gossúlan gildnaði og gosökkurinn reis upp ríkur af gjósku. Eftir þetta lækkaði hann aftur en eftir nokkra stund hófust sprengingar á ný.
Björn segir gosvirknina miklu minni núna en fyrstu sólarhringana og ekki er lengur samfelldur gosmökkur heldur er sprengivirknin í hviðum. Ofan í gígnum sjálfum er nokkuð vatn en í því miðju til norðurs voru tveir samhliða smágígar þar sem gufa og sprengingar risu úr.
Gjóskuframleiðsla er óveruleg og er að mestu um að ræða gjóskufok á sunnanverðum jöklinum.