Mikil loftgæði í Reykjavík

Þessi mynd var tekin á sunnudagskvöld þegar aska tók að …
Þessi mynd var tekin á sunnudagskvöld þegar aska tók að falla á höfuðborgarsvæðinu. mbl.is/Ómar Óskarsson

Í dag hafa loftgæði á höfuðborgarsvæðinu verið mjög mikil og vel undir heilsuverndarmörkum (50 µg/m3 að meðaltali á sólarhring). Hæsta gildi sem hefur mælst á Grensásvegi frá miðnætti er um 42 µg/m3.

Á Selfossi hafa svifryksmælingar farið lítið eitt hækkandi frá um klukkan 10 í morgun og um klukkan 13:00 var klukkustundargildið 85 µg/m3. Við þær aðstæður geta viðkvæmir einstaklingar fundið fyrir einhverjum einkennum. Á Raufarfelli eru gildin aðeins hærri og hafa verið eitthvað yfir 100 µg/m3 síðan í nótt. Hæsta gildi frá miðnætti er 132 µg/m3 og nú um klukkan 13:00 var svifrykið 123 µg/m3.

Í fréttatilkynningu frá Umhverfisstofnun segir að vert sé að minna á að ef svifryksgildi fara yfir 100 µg/m3 þá geta einstaklingar með undirliggjandi öndunarfæra- og/eða hjartasjúkdóma fundið fyrir auknum einkennum og ekki er mælt með mikilli veru utandyra.

Umhverfisstofnun minnir á að hægt er að nálgast mælingar á Suðurlandi á kort.vista.is en þar inni má einnig finna mælingar frá Kópavogi og Hvaleyrarholti. Einnig er hægt að sjá loftgæðamælingar frá Grensásvegi og Fjölskyldu- og húsdýragarðinum á loftgæði.is. Á forsíðu Umhverfissto-fnunar má finna upplýsingar um loftgæði, bækling og leiðbeiningar um öskufok/öskufall ásamt flýtileið í svifryksmælingar.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert