Fréttaskýring: Margir þegar farnir

Helstu nauðsynjavörum hlaðið í bíl við verslun KjarVal á Kirkjubæjarklaustri.
Helstu nauðsynjavörum hlaðið í bíl við verslun KjarVal á Kirkjubæjarklaustri. mbl.is/Ernir

Marg­ir velta fyr­ir sér hvaða for­send­ur sé miðað við þegar ákveðið er að flytja fólk á brott frá svæðum sem eru í hættu vegna ham­fara eins og ösku­falls. Ljóst er að þeir sem eiga við sjúk­dóma í önd­un­ar­fær­um að stríða þurfa að gæta sín mjög. En kem­ur til greina að flytja alla íbúa á brott ef aðstæður versna skyndi­lega vegna ösku­falls, rýma heil svæði af heilsu­fars­ástæðum?

Sýslumaður­inn á Hvols­velli fer með yf­ir­stjórn al­manna­varna á verst leika svæðinu, Skaft­ár­hreppi. Krist­ín Þórðardótt­ir, full­trúi hjá sýslu­mann­sembætt­inu á Hvols­velli, bend­ir á að full­trú­ar heil­brigðis­yf­ir­valda komi að ákvörðunum al­manna­varna­nefnd­ar.

„Við rým­um ekki svæði af þess­um ástæðum nema heil­brigðis­yf­ir­völd segi okk­ur að gera það,“ seg­ir Krist­ín. „Hingað til hafa þau ekki talið að áhrif­in af ösk­unni væru svo heilsu­spill­andi að þörf sé á rým­ingu.“ Rým­ing sé mikið inn­grip í líf fólks og vald­boð af slíku tagi verði að byggj­ast á því að fólk sé í bráðri hættu. Hún bend­ir auk þess á að marg­ir séu þegar farn­ir af svæðinu sem verst hef­ur orðið úti, ekki síst fólk með börn og aðrir sem ekki þurftu að sinna brýn­um störf­um.

Aðgerðastjórn al­manna­varna í Aust­ur-Skafta­fellss­sýslu er á hendi lög­regl­unn­ar á Höfn í Hornafirði. Ein­ar Sig­ur­jóns­son, varðstjóri á staðnum, seg­ir að veru­legt ösku­fall hafi orðið í Freys­nesi og Skafta­felli en samt mun minna en á Klaustri.

Best að halda sig heima og þétta rif­ur

„Ég veit eig­in­lega ekki hvað þyrfti að koma til ef ákveðið væri að rýma svæði í ösku­falli, það væru mjög rót­tæk viðbrögð,“ seg­ir Ein­ar. „Þá yrði að vera orðið al­ger­lega ólíft á svæðinu. Menn verða alltaf að vega og meta hvort fólk er eitt­hvað bet­ur komið ef það er flutt á brott. Þetta er tölu­vert umstang, fólkið þarf þá auðvitað að fara út í ösku­byl­inn ef við rým­um.

En ef það held­ur kyrru fyr­ir í hí­býl­um sín­um, kynd­ir vel til að auka aðeins yfirþrýst­ing­inn, gæt­ir þess að hafa allt lokað og þétt­ir glugga með lím­bandi, er því eng­in hætta búin. Þetta eru bestu viðbrögðin.“

Um 20 þúsund fjár

Jón Bjarna­son land­búnaðaráðherra sagði í sam­tali við Rík­is­út­varpið í gær að úti­lokað væri að flytja fé frá bæj­um sem verst hefðu orðið úti í gjósku­fall­inu. Um væri að ræða svæði sem væri laust við sauðfjár­sjúk­dóma og því ekki auðvelt að flytja fé þaðan á annað svæði og hafa þar uns ösku­fallið dvínaði. En ekk­ert væri að kjöt­inu af skepn­um frá ösku­svæðinu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert