„Keyrðum á kolsvörtum jökli“

Við Grímsvötn í nótt.
Við Grímsvötn í nótt. mynd/Kristján G Kristjánsson

„Maður sér að því­lík­ar ham­far­ir hafi verið þarna, því all­ur jök­ull­inn er al­veg kol­bika­svart­ur,“ seg­ir Kristján G. Kristjáns­son, fram­kvæmda­stjóri ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tæk­is­ins Mountain Taxi, sem fór að skoða aðstæður í Grím­svötn­um í ná­vígi í nótt. Hann seg­ir að þykkt ösku­lag hafi þekið all­an jök­ul­inn.

„Við viss­um að þetta var að minnka og við vild­um sjá rest­ina af þessu. Og það kom í ljós að þetta virt­ist vera búið,“ seg­ir hann í sam­tali við mbl.is.

Um 20 manna hóp­ur fór sam­an upp á jök­ul­inn í nótt. Að sögn Kristjáns lagði hóp­ur­inn af stað á fjór­um jepp­um frá Laug­ar­vatni um kl. 22 í gær­kvöldi og var hann kom­inn að gosstöðvun­um á fjórða tím­an­um í nótt.  

Kristján, sem er reynd­ur ferðamaður, hef­ur margoft heim­sótt svæðið. Hann seg­ir það sér­staka upp­lif­un að horfa á kol­svart­an jök­ul­inn.

„Það var búið að rigna svo mik­illi ösku að við vor­um að keyra á kol­svört­um jökl­in­um. Alla leið þaðan sem við fór­um upp á Tungnár­jök­ul, fyr­ir ofan Jök­ul­heima, en þar var svört aska.“ Aðspurður seg­ir hann að um 30 til 40 km lang­ur kafli að Grím­svötn­um hafi verið kol­svart­ur.

Kristján seg­ist hafa séð eld­ing­ar og hvíta bólstra stíga til him­ins á leiðinni að jökl­in­um. Þegar hóp­ur­inn ók upp á hann hafi gufu­spreng­ing­ar heyrst en svo hafi allt nán­ast dottið í dúna­logn á jökl­in­um. Þar var veður stillt, um 10-12 stiga frost og mist­ur í loft­inu. Ann­ars hefði verið heiðskírt að sögn Kristjáns. 

Þegar hóp­ur­inn kom að Grím­svötn­um þá sá hann eina og eina gufu­spreng­ingu. „Það komu kannski tveir smá dynk­ir á meðan við vor­um þarna.“

Aðspurður seg­ir hann að menn hafi verið ör­lítið óró­leg­ir, enda eld­stöðvar óút­reikn­an­leg­ar. Menn hafi þar af leiðandi ekki staldrað lengi við, eða í um 20 mín­út­ur við gíg­inn. Hóp­ur­inn sneri svo til baka í morg­un.

„Við erum fyrst og fremst fegn­ir fyr­ir hönd bænd­anna og íbú­anna á öllu Suður­landi að þetta virðist vera búið,“ seg­ir Kristján að lok­um.

Hvítir bólstrar stigu til himins frá gosstöðvunum í Grímsvötnum.
Hvít­ir bólstr­ar stigu til him­ins frá gosstöðvun­um í Grím­svötn­um. mynd/​Kristján G. Kristjáns­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert