Scandic hótelin hljóta umhverfisverðlaun

Scandic hót­elkeðjan hlýt­ur um­hverf­is­verðlaun Norður­landaráðs fyr­ir að stuðla að sjálf­bærri ferðaþjón­ustu á Norður­lönd­um og um all­an heim.

Nor­rænu um­hverf­is­verðlaun­in verða af­hent ásamt þrem­ur öðrum nor­ræn­um verðlaun­um, fyr­ir bók­mennt­ir, kvik­mynd­ir og tónlist, á Norður­landaráðsþingi í byrj­un nóv­em­ber.
 
Nátt­úru- og um­hverf­is­verðlaun Norður­landaráðs 2011 eru veitt fyr­ir sjálf­bæra ferðaþjón­ustu. Verðlaun­in, sem nema 350.000 dönsk­um krón­um, eru veitt fyr­ir­tæki, sam­tök­um eða ein­stak­lingi sem hef­ur dregið úr skaðleg­um um­hverf­isáhrif­um ferðaþjón­ustu á Norður­lönd­um.

Vef­ur Norður­landaráðs

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert