Scandic hótelin hljóta umhverfisverðlaun

Scandic hótelkeðjan hlýtur umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs fyrir að stuðla að sjálfbærri ferðaþjónustu á Norðurlöndum og um allan heim.

Norrænu umhverfisverðlaunin verða afhent ásamt þremur öðrum norrænum verðlaunum, fyrir bókmenntir, kvikmyndir og tónlist, á Norðurlandaráðsþingi í byrjun nóvember.
 
Náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs 2011 eru veitt fyrir sjálfbæra ferðaþjónustu. Verðlaunin, sem nema 350.000 dönskum krónum, eru veitt fyrirtæki, samtökum eða einstaklingi sem hefur dregið úr skaðlegum umhverfisáhrifum ferðaþjónustu á Norðurlöndum.

Vefur Norðurlandaráðs

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert