Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður Vinstri grænna, heldur á morgun utan til Írlands þar sem hann mun halda fyrirlestur um stöðu efnahagsmála á Íslandi. Þá mun Steingrímur koma fram í írsku sjónvarpi.
Skammt er síðan Lilja Mósesdóttir þingmaður fór í fyrirlestraferð til Írlands þar sem hún mælti gegn því að Íslendingar samþykktu Icesave-samninginn. Sagði hún Íra bera virðingu fyrir Íslendingum fyrir að hafa risið upp gegn ofureflinu í deilunni. Þá fjallaði hún á gagnrýnin hátt um samstarfið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.
Verður því athyglisvert að sjá hvaða stöðumat Steingrímur leggur fram þegar sömu mál ber á góma í Írlandsför hans.
Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins mun Steingrímur koma fram í þessum sjónvarpsþætti hér en þar var í gærkvöldi, þriðjudag, fjallað um áhrif eldgosa á Íslandi á áætlunarflug.
Áhugasamir geta nálgast framlag Lilju til viðtalsþáttar Vincent Browne, eins þekktasta blaðamanns Írlands, hér.