2/3 vilja innkalla kvótann

Könnunin var gerð 9.-12. maí.
Könnunin var gerð 9.-12. maí.

Um tveir af hverj­um þrem­ur vilja að stjórn­völd aft­ur­kalli kvót­ann, hann verði í eigu rík­is­ins eða greidd sé leiga fyr­ir af­nota­rétt sem nem­ur markaðsverðmæti hans.  Þetta kem­ur fram í könn­un MMR.

Í könn­un MMR á af­stöðu al­menn­ings til ráðstöf­un­ar fisk­veiðiheim­ilda kom í fram að enn er mik­ill stuðning­ur við hug­mynd­ir sem halla í þá átt að ríkið aft­ur­kalli fisk­veiðiheim­ild­ir, fari sjálft með eign­ar­hald eða inn­heimti leigu fyr­ir af­nota­rétt sem end­ur­spegli markaðsverðmæti kvót­ans. Sams­kon­ar könn­un var fram­kvæmd af MMR í fe­brú­ar á þessu ári og voru niður­stöður beggja kann­ana mjög áþekk­ar nema nú voru tölu­vert fleiri sem tóku af­stöðu til spurn­ing­anna.

69,7% sögðust hlynt þeirri full­yrðingu að þeir sem fá út­hlutað kvóta ættu að greiða leigu til rík­is­ins sem end­ur­spegl­ar markaðsverðmæti kvót­ans.

66,6% sögðust hlynt því að kvót­inn ætti að vera í eigu rík­is­ins.  64,9% sögðust hlynnt þeirri full­yrðingu að stjórn­völd aft­ur­kalli með ein­um eða öðrum hætti gild­andi fisk­veiðiheim­ild­ir (kvóta) og út­hluti þeim að nýju með breytt­um regl­um.

31,4% tóku und­ir þá full­yrðingu að hags­mun­ir nú­ver­andi hand­hafa kvót­ans og þjóðar­inn­ar í heild væru sam­eig­in­leg­ir. Þá lýstu 17,4% sig hlynnt þeirri full­yrðingu að þeir sem fá út­hlutað kvóta ættu ein­göngu að greiða leigu til rík­is­ins sem nem­ur rekstr­ar­kostnaði þeirra rík­is­stofn­ana sem þjón­usta sjáv­ar­út­gerðina.

15,1% tóku und­ir þá full­yrðingu að nú­ver­andi hand­haf­ar kvót­ans ættu að fá að halda hon­um áfram óskert­um. 7,4% sögðust styðja að þeir sem fá  út­hlutað kvóta ættu að fá að ráðstafa hon­um að vild, þar með talið selja, leigja og veðsetja.

Líkt og í síðustu könn­un frá fe­brú­ar 2011 reynd­ist nokk­ur mun­ur á af­stöðu svar­enda til ráðstöf­un­ar fisk­veiðiheim­ilda eft­ir stuðningi þeirra við stjórn­mála­flokka. Til að mynda voru 94,8% Sam­fylk­ing­ar­fólks og 86,2% Vinstri grænna hlynnt því að stjórn­völd aft­ur­kölluðu gild­andi fisk­veiðiheim­ild­ir og út­hlutuðu þeim að nýju með breytt­um regl­um, sam­an­borið við 35,6% sjálf­stæðismanna og 55,3% fram­sókn­ar­manna. Stuðning­ur við að þeir sem fengju út­hlutað kvóta ættu að fá að ráðstafa hon­um að vild reynd­ist aft­ur á móti lít­ill meðal stuðnings­manna allra flokka.  En 17,0% sjálf­stæðismanna, 13,5% fram­sókn­ar­manna, 3,9%  Sam­fylk­ing­ar­fólks og 2,6% Vinstri grænna sögðust hlynnt­ir því að þeir sem fengju út­hlutað kvóta ættu að fá að ráðstafa hon­um að vild, þar með talið selja, leigja og veðsetja.

Ekki var í könn­unni spurt um mat svar­enda á frum­vörp­um sjáv­ar­út­vegs­ráðherra um breyt­ing­ar á lög­um um stjórn fisk­veiða.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert