Á ekki fyrir mat handa börnunum

Jónas Þórisson framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar.
Jónas Þórisson framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar. mbl.is

„Ég hefði aldrei trúað því að þetta gæti farið svona, ekki fyrir fólk sem fór varlega,“ segir einstæð, þriggja barna móðir, sem reiðir sig á Hjálparstarf kirkjunnar til að geta gefið börnunum sínum mat og lyf.

Hún býr með börnum sínum þremur, á aldrinum tveggja til tíu ára, í 67 fermetra íbúð og hafa afborganirnar af fasteignaláninu tvöfaldast frá árinu 2006.

Þegar mánaðarafborgunin varð 180 þúsund hætti hún endanlega að ná endum saman. „Ég á ekki fyrir mat, ég á ekki neitt og þarf algjörlega að stóla á Hjálparstarfið [...]“

Á milli áranna 2008 og 2009 fjölgaði þeim sem leituðu í fyrsta sinn til Hjálparstarfs kirkjunnar um 200%. Nú stendur til að breyta fyrirkomulagi starfsins og innleiða inneignarkort í verslunum í stað þess að úthluta mat.

Í kvöld verður söfnunarátak á Stöð 2 til styrktar Hjálparstarfi kirkjunnar.

Hjálparstarf kirkjunnar
Hjálparstarf kirkjunnar
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert