Bílar teknir af fólki í greiðsluskjóli

Óskir fjár­mögn­un­ar­fyr­ir­tækja um breyt­ing­ar á lög­um um greiðsluaðlög­un fengu ekki þann hljóm­grunn sem vænst var og sök­um þess hafa þau á nýj­an leik tekið upp þráðinn þar sem frá var horfið í fe­brú­ar. Bíla­samn­ing­um fólks í greiðsluaðlög­un er rift og viðkom­andi gert að skila bíl­un­um.

Raun­ar fékkst ekki upp­gefið um hvaða fjár­mögn­un­ar­fyr­ir­tæki er að ræða en staðfest var að mál af þess­um toga hefðu í tölu­verðum mæli komið inn á borð vel­ferðarráðuneyt­is og umboðsmanns skuld­ara (UMS) að und­an­förnu. Í bréfi sem barst Morg­un­blaðinu frá ein­um sem er í þess­um spor­um kem­ur fram að hann sé með sinn samn­ing hjá SP-fjár­mögn­un.

Í stuttu máli er málið þannig vaxið, að ein­stak­ling­ar sem njóta greiðslu­skjóls mega ekki greiða af lán­um sín­um, sam­kvæmt lög­um um greiðsluaðlög­un ein­stak­linga. Fjár­mögn­un­ar­fyr­ir­tæk­in litu svo á að um væri að ræða leigu­samn­inga og fólki í greiðsluaðlög­un væri því heim­ilt að greiða áfram.

Sú túlk­un var ekki samþykkt og Guðbjart­ur Hann­es­son vel­ferðarráðherra sagði í sam­tali við Morg­un­blaðið í fe­brú­ar að þarna virt­ist sem farið væri fram með öðrum hætti en stjórn­völd væru sátt við. Jafn­framt sagði hann að skoðað væri hvort setja þyrfti lög á túlk­un fjár­mög­un­ar­fyr­ir­tækj­anna.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert