Ekki fallið frá sameiningum

Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi VG.
Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi VG.

Meirihluti Samfylkingarinnar og Besta flokksins í borgarstjórn felldi í dag tillögu frá Sóley Tómasdóttur, borgarfulltrúa Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, um að fallið yrði frá samþykktum sameiningum leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila í ljósi rekstrarafgangs borgarsjóðs og sérstakur starfshópur skipaður til þess að endurskoða þær.

„Borgarfulltrúi Vinstri grænna benti á vanhugsuð hagræðing gæti verið jafn skaðleg samfélaginu og vanhugsaðar fjárfestingar, enda beri borgarfulltrúum ekki aðeins að tryggja ábyrga meðferð fjármuna, heldur einnig að borgarbúar geti reitt sig á nauðsynlega grunnþjónustu,“ segir í fréttatilkynningu frá Sóley Tómasdóttur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert