Gunnar Smári kosinn formaður SÁÁ

Gunnar Smári Egilsson
Gunnar Smári Egilsson mbl.is/Golli

Gunn­ar Smári Eg­ils­son var í dag kos­inn formaður SÁÁ á aðal­fundi fé­lags­ins. Þór­ar­inn Tyrf­ings­son, sem verið hef­ur formaður SÁÁ, und­an­far­in 22 ár gaf ekki kost á sér til end­ur­kjörs.

„Ég hef verið formaður og yf­ir­lækn­ir öll þessi ár. Mér finnst kom­inn tími til að gera meira á meðferðarsviðinu og fela öðrum að hefja nýja sókn í fé­lags-og for­varn­ar­starfi,” sagði Þór­ar­inn á vef SÁÁ en hann mun áfram gegna starfi yf­ir­lækn­is og fram­kvæmda­stjóra meðferðarsviðs SÁÁ.

„Hlut­verk okk­ar sem tök­um við kefl­inu af Þór­arni er ann­ars veg­ar að verja þann mikla ár­ang­ur sem sam­tök­in hafa náð og hins veg­ar að þróa starfið áfram,” sagði Gunn­ar Smári Eg­ils­son, ný­kjör­inn formaður. “Þótt mikið hafi áunn­ist eru mörg verk óunn­in.”

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert