Ójöfnuður eykst mest á Norðurlöndum

Betlað á götu stórborgar.
Betlað á götu stórborgar.

Munurinn á lífskjörum auðugasta og fátækasta fólksins í iðnríkjum heimsins hefur aukist á síðustu árum og þessi þróun er skýrust á Norðurlöndum.

Þetta kemur fram í nýrri skýrsla OECD, Efnahags- og framfarastofnunarinnar.

Í skýrslunni eru borin saman laun þeirra 10%, sem eru með hæstar tekjur, og þeirra 10% sem eru með lægstu tekjurnar. Að meðaltali er tekjuhæsti hópurinn í OECD-löndunum með níu sinnum hærri tekjur en tekjulægsti hópurinn. Munurinn er mestur í tekjulágum löndum á borð við Síle og Mexíkó þar sem tekjur auðugasta fólksins eru 19 sinnum hærri en tekjulægsta hópsins. Í Bandaríkjunum er munurinn fjórtánfaldur.

Á Norðurlöndum eru tekjur launahæsta fólksins fjórum sinnum hærri en launalægsta hópsins. Skýrsluhöfundarnir segja að ójöfnuðurinn hafi þó aukist mest á Norðurlöndunum á síðustu tíu árum.

„Lúxemborg, Ísland og Noregur voru tiltöluleg auðug lönd og ójöfnuðurinn var þar tiltölulega lítill en meiri en vænta mætti ef miðað er við háar tekjur þeirra,“ segir í skýrslunni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert