Ríkisstjórnin að eyðileggja kjarasamningana

Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/ÞÖK

„Það er ekki hægt að segja að rík­is­valdið með sín efna­hags­legu stjórn­tæki, sé að leggja sig fram um að tryggja kjara­samn­ing­ana sem ný­verið hafa verið samþykkt­ir,“ seg­ir Ein­ar K. Guðfinns­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, á heimasíðu sinni í dag. Hann seg­ir að rík­is­stjórn­in sé þvert á móti að  eyðileggja kjara­samn­ing­ana með aðgerðal­eysi sínu gagn­vart hækk­andi verðbólgu og lækk­andi gengi krón­unn­ar.

Ein­ar seg­ir að teflt hafi verið á tæp­asta vað með kjara­samn­ing­un­um og að mjög marg­ir eigi mjög mikið und­ir því að þeir gangi upp. Þar hjálpi ekki „skattaóð rík­is­stjórn“ og „full­komið skiln­ings­leysi“ gagn­vart upp­bygg­ingu í land­inu. „Kjara­samn­ing­arn­ir eru þess vegna eins kon­ar fjör­egg; brot­hætt fjör­egg og miklu veld­ur um ör­lög þess hvernig rík­is­valdið held­ur á spil­um sín­um,“ seg­ir Ein­ar.

Heimasíða Ein­ars K. Guðfinns­son­ar

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka