Segir auglýsingu ekki villandi

Ari Edwald.
Ari Edwald.

„Við nátt­úr­lega nýt­um all­ar okk­ar aug­lýs­ing­ar fyr­ir stöðina og hvetj­um fólk til þess að fá sér áskrift þó það sé til­fallandi hvaða viðburð við erum að aug­lýsa hverju sinni,“ seg­ir Ari Edwald, for­stjóri 365 miðla, aðspurður hvort það sé ekki vill­andi fram­setn­ing hjá fyr­ir­tæk­inu að aug­lýsa úr­slita­leik­inn í meist­ara­deild Evr­ópu sem fram fer næst­kom­andi laug­ar­dag og verður í op­inni dag­skrá, og hvetja fólk í sömu aug­lýs­ingu til þess að kaupa áskrift að Stöð 2.

„Ég tel það nú ekki vera. Í öll­um okk­ar aug­lýs­ing­um bend­um við fólki á það hvernig það geti orðið sér úti um áskrift,“ seg­ir Ari og tek­ur fram að margt efni í kring­um t.d. úr­slita­leik­inn í meist­ara­deild­inni sé ekki í op­inni dag­skrá.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert