Áhöfnin á Oddeyrinni EA-210 hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem frumvörpum sjávarútvegsráðherra um stjórn fiskveiða er mótmælt.
Segja skipverjar, að fyrirhugaðar breytingar hafi í för með sér tekjuskerðingu og störf þeirra séu sett í hættu og kvótinn jafnvel tekinn af skipinu og fluttur í einhvern pott þar sem geðþóttaákvörðun stjórnmálamanna komi til með að ráða því hverjir og hvar menn fá vinnu.
„Með þessu er gerð atlaga að heilli starfsstétt sem setur hundruð manna
og fjölskyldur þeirra í allgjört uppnám.
Rúmlega 30 fjölskyldur hafa allt sitt undir rekstri og kvóta þessa skips auk
þess sem fleiri hafa svo atvinnu af því að þjónusta skipið í landlegum og á meðan
skipið er á sjó," segir í yfirlýsingunni.
Nær væri að ríkistjórnin færi að snúa sér að raunverulegum vandamálum þjóðarinnar því að nægu sé þar að taka.