Skipsáhöfn mótmælir frumvörpum

Oddeyrin.
Oddeyrin.

Áhöfn­in á Oddeyr­inni EA-210 hef­ur sent frá sér yf­ir­lýs­ingu þar sem frum­vörp­um sjáv­ar­út­vegs­ráðherra um stjórn fisk­veiða er mót­mælt. 

Segja skip­verj­ar, að fyr­ir­hugaðar breyt­ing­ar hafi í för með sér tekju­skerðingu og störf þeirra séu sett í hættu og kvót­inn jafn­vel tek­inn af skip­inu og flutt­ur í ein­hvern pott þar sem geðþótta­ákvörðun stjórn­mála­manna komi til með að ráða því hverj­ir og hvar menn fá vinnu.

„Með þessu er gerð at­laga að heilli starfs­stétt sem set­ur hundruð manna og fjöl­skyld­ur þeirra í  all­gjört upp­nám. Rúm­lega 30 fjöl­skyld­ur hafa allt sitt und­ir rekstri og kvóta þessa skips auk þess sem fleiri hafa svo at­vinnu af því að þjón­usta skipið í land­leg­um og á meðan skipið er á sjó," seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni.

Nær væri að rík­i­s­tjórn­in færi að snúa sér að raun­veru­leg­um vanda­mál­um þjóðar­inn­ar því að nægu sé þar að taka.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka