Hæstiréttur hefur staðfest ákvörðun sýslumannsins á Selfossi um að svipta ökumann mótorhjóls ökuréttindum til bráðabirgða en mótorhjólið mældist á 182 km hraða á Suðurlandsvegi rétt við Kotstrandarkirkju.
Þetta gerðist 2. maí. Ökumaðurinn neitaði sök og kærði niðurstöðu sýslumanns til Héraðsdóms Suðurlands, sem felldi sviptinguna úr gildi. Taldi dómurinn að ökumaðurinn hefði fært nokkur rök fyrir kröfunni.
Hæstiréttur taldi hins vegar öll skilyrði fyrir hendi til að svipta ökumanninn ökuréttindum og staðfesti ákvörðun sýslumanns.