90% póstmanna sögðu já

Íslandspóstur.
Íslandspóstur.

Kjarasamningur Póstmannafélags Íslands við Íslandspóst hf. var samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna Póstmannafélagsins eða 90,1%.

Kjarasamningurinn var undirritaður þann 18. maí sl og lauk talningu í dag. Niðurstaðan er eftirfarandi: Á kjörskrá voru 932, atkvæði greiddu 525 eða 56,34%. Já sögðu 473 eða 90,1%. Nei sögðu 46 eða 8,8%. Auðir og ógildir seðlar voru 6 eða 1,1%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert