Áhyggjur af þróun mála í Arabalöndum

Fyrsti flutningsmaður tillögunnar er Árni Þór Sigurðsson.
Fyrsti flutningsmaður tillögunnar er Árni Þór Sigurðsson. mbl.is/Ómar Óskarsson

Þing­menn fjög­urra flokka hafa lagt fram á Alþingi þings­álykt­un­ar­til­lögu þar sem rík­is­stjórn­inni er falið að koma á fram­færi á alþjóðavett­vangi áhyggj­um Íslands af þróun mála í ýms­um ar­ab­a­lönd­um við Miðjarðar­haf og í Norður-Afr­íku.

„Ísland get­ur ekki, sem herlaust land og rödd friðar og mann­rétt­inda á alþjóðavett­vangi, stutt stríðsrekst­ur sem fer fram úr umboði Sam­einuðu þjóðanna. Alþingi styður mann­rétt­inda- og lýðræðis­bar­áttu í Tún­is, Egyptalandi, Líb­íu, Sýr­landi, Jemen, Sádi-Ar­ab­íu, Barein, Palestínu og víðar og fel­ur rík­is­stjórn­inni að tala máli friðsam­legra lausna í þeim átök­um og deil­um sem nú eiga sér stað í þess­um heims­hluta,“ seg­ir í til­lög­unni.

Fyrsti flutn­ings­maður til­lög­unn­ar er Árni Þór Sig­urðsson, formaður ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar, en þing­menn allra flokka nema Sjálf­stæðis­flokks­ins standa að til­lög­unni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert