Árni endurkjörinn í stjórn Greenpeace Nordic

Árni Finnsson.
Árni Finnsson.

Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, var endurkjörinn til næstu þriggja ára í stjórn Greenpeace Nordic á aðalfundi samtakanna, sem fór fram í Stokkhólmi fyrr í þessum mánuði. 

Árni var kjörinn fyrst í stjórnina árið 2005 og síðan endurkjörinn 2008 og aftur nú. 

Hann segir að helstu áherslumál Greenpeace-samtakanna á næstu árum verði baráttan gegn loftslagsbreytingum og aukið starf í stóru þróunarríkjunum, Kína, Indlandi, Suður-Afríku og  Brasilíu.Ísland fellur undir Greenpeace Nordic og verða  deildir Grænfriðunga utan Norðurlandanna að fá samþykki Greenpeace Nordic fyrir aðgerðum hér á landi.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert