Bankarnir skoði hvort þeir geti gengið lengra

Jóhanna Sigurðardóttir.
Jóhanna Sigurðardóttir. mbl.is/Ómar

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, for­sæt­is­ráðherra, sagðist á Alþingi í dag fagna þeim aðgerðum, sem Lands­bank­inn kynnti í gær og nýt­ast skuldug­um viðskipta­vin­um bank­ans. Jó­hanna sagðist vilja hvetja aðra banka til að skoða það hvort þeir geti gert meira fyr­ir skuldug heim­ili.  

Jó­hanna var að svara fyr­ir­spurn frá Jóni Gunn­ars­syni, þing­manni Sjálf­stæðis­flokks, sem vildi vita hvort rík­is­stjórn­in myndi beita sér fyr­ir því að aðrir bank­ar og lána­stofn­an­ir, þar á meðal Íbúðalána­sjóður, grípi til sams­kon­ar aðgerða og Lands­bank­inn.

For­sæt­is­ráðherra sagði að rík­is­stjórn­in gæti ekki beitt handafli á einka­banka. Þá stæði Íbúðalána­sjóður ekki vel og tæp­ast væri á hann leggj­andi, að fara lengra í þess­um mál­um. Ríkið hefði þurft að leggja Íbúðalána­sjóði til háar fjár­hæðir og verði gengið lengra þar komi það niður á vel­ferðar­kerf­inu.

Jó­hanna sagðist hvetja fólk til að nýta þau úrræði sem þegar eru fyr­ir hendi og sagði þau hafa nýst mörg­um, sem töldu sig vera komna fram á bjarg­brún­ina. Sagði Jó­hanna að 2400 hefðu sótt um greiðsluaðlög­un og 600 hefðu þegar fengið úr­lausn sinna mála.

„Þar hef­ur verið um veru­leg­ar af­skrift­ir að ræða og ég þekki margt fólk, sem taldi sig vera komið á ystu nöf og þurfa að selja íbúðir sín­ar á upp­boði þegar þeim var bent á greiðsluaðlög­un­ina. Þegar það fór í hana bjargaði það heim­il­un­um," sagði Jó­hanna. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka