Dregur úr óróanum

Hvítir bólstrar stigu til himins frá gosstöðvunum í Grímsvötnum í …
Hvítir bólstrar stigu til himins frá gosstöðvunum í Grímsvötnum í fyrrinótt, þegar þessi ljósmynd var tekin. mynd/Kristján G Kristjánsson

Veru­lega dró úr gosóró­an­um í Grím­svötn­um í gær­kvöldi og í nótt að sögn jarðeðlis­fræðings hjá Veður­stofu Íslands. „Það dreg­ur smátt og smátt úr þessu,“ seg­ir Gunn­ar B. Guðmunds­son í sam­tali við mbl.is.

Hann seg­ir að óróa­hviður mæl­ist þó enn. Í nótt hafi lík­lega orðið kviku­spreng­ing­ar á gosstöðvun­um. Það líði hins veg­ar ávallt lengra á milli óróa­hviðanna sem mæl­ist. Þá seg­ir Gunn­ar að lík­lega sé enn sé suða á svæðinu og bú­ast megi við gasspreng­ing­um. 

„Öll áhrif­in eru þarna í kring­um eld­stöðina.“

Gunn­ar bend­ir á að ekki hafi komið upp nein aska úr Grím­svötn­um frá því í fyrrinótt, þ.e. sem hafi náð ein­hverj­um hæðum. Síðan þá hafi lítið sem ekk­ert mælst á rat­sjá. „Þetta er bara í ná­grenni eld­stöðvar­inn­ar. Það get­ur enn sprungið þar í kring, en það fer ekk­ert mikið upp fyr­ir fjallið.“

Spurður um jarðhrær­ing­ar þá seg­ir hann að eng­ir jarðskjálft­ar mælst í eld­stöðinni sjálfri síðustu daga. 

Þá er fólk hvatt til þess að halda sig fjarri Grím­svötn­um. „Það geta alltaf komið ein­hverj­ar spreng­ing­ar í gíg­un­um,“ seg­ir Gunn­ar. Um nokkra gíga sé að ræða sem raði sér upp á öskju­barm­in­um. Ómögu­legt sé að geta sér til um það hvar næsta spreng­ing verði. „Þetta get­ur gerst svo snöggt,“ seg­ir Gunn­ar og ít­rek­ar að enn sé hætta fyr­ir hendi.

Aðspurður seg­ir Gunn­ar að ekki séu lík­ur á hlaupi í bili. Ekki sé hægt að úti­loka neitt en skv. nýj­ustu mæl­ing­um þá sé ekki bú­ist við stóru hlaupi á næst­unni. 

Menn megi hins veg­ar bú­ast við ösku­fjúki áfram þegar það þorni, sem gæti angrað íbúa fram eft­ir sumri.

Áfram verður þó fylgst grannt með eld­stöðinni. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert