Skemmtiferðaskipið MSC Poesia kemur til Akureyrar á morgun og siglir þaðan til Ísafjarðar og Reykjavíkur. Um borð eru tæplega 2500 farþegar og 960 manna áhöfn.
Skipið e í eigu MSC útgerðarinnar á Ítalíu en TVG-Zimsen mun þjónusta það hér á landi.
Jóhann Bogason, deildarstjóri sérverkefna hjá TVG Zimsen, segir að skipið sé fljótandi lúxushótel. Á sundlaugadekkinu séu brýr og hvítfyssandi fossar. Þá sé þar bæði vínsmökkunarbar og sérstakur mojito-bar. Fjöldi verslana er í skipinu sem og leikhús sem tekur 1300 gesti. Þar er einnig spilavíti, sem er opið allan sólarhringinn, og fjórir veitingastaðir með mismunandi matseðlum.
Uppselt er í flestallar skoðunarferðir sem í boði eru á þeim stöðum sem skipið hefur viðkomu á.