Fljótandi lúxus

Poesia í Akureyrarhöfn á síðasta ári.
Poesia í Akureyrarhöfn á síðasta ári.

Skemmti­ferðaskipið MSC Poesia kem­ur til Ak­ur­eyr­ar á morg­un og sigl­ir þaðan til Ísa­fjarðar og Reykja­vík­ur. Um borð eru tæp­lega 2500 farþegar og 960 manna áhöfn.

Skipið e í eigu MSC út­gerðar­inn­ar á Ítal­íu en  TVG-Zimsen  mun þjón­usta það  hér á landi.

Jó­hann Boga­son, deild­ar­stjóri sér­verk­efna hjá TVG Zimsen, seg­ir að skipið sé fljót­andi lúx­us­hót­el. Á sund­lauga­dekk­inu séu brýr og hvít­fyss­andi foss­ar.  Þá sé þar bæði víns­mökk­un­ar­bar og sér­stak­ur mojito-bar.  Fjöldi versl­ana er í skip­inu sem og leik­hús sem tek­ur 1300 gesti. Þar er einnig spila­víti, sem er opið all­an sól­ar­hring­inn, og fjór­ir veit­ingastaðir með mis­mun­andi mat­seðlum.

Upp­selt er í flestall­ar skoðun­ar­ferðir sem í boði eru á þeim stöðum sem skipið hef­ur viðkomu á.

 


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert