Höfuðstöðvar Saga Fjárfestingabanka verða fluttar frá Akureyri til Reykjavíkur 1. júlí næstkomandi. Höfuðstöðvar bankans hafa frá stofnun hans verið á Akureyri en fram kemur í fréttatilkynningu frá honum að sífellt stærri hluti starfseminnar hafi hins vegar flust til höfuðborgarinnar á undanförnum árum.
„Er nú svo komið að fleiri starfsmenn bankans hafa aðsetur í Reykjavík en á Akureyri, þannig að flutningur höfuðstöðvanna er eðlilegt skref og í takt við þá þróun. Starfsstöð bankans á Akureyri verður lokað á haustmánuðum,“ segir í tilkynningunni.