Gámur verður glæsihýsi

Líklega er það tímanna tákn fyrir árið 2011 að hugvitssamir bræður taki sig til og breyti fyrrum vöruflutningagámi í sumarbústað.

Þeir Þórður, Albert og Birgir Þórðarsynir hafa um 20 ára skeið gróðursett tré á æskustöðvum sínum á Ríp í Hegranesi í Skagafirði, þar sem Birgir er búsettur og nú hyggjast bræðurnir reisa þar sumarhús.
Þar mun gámurinn gegna veigamiklu hlutverki og hýsa þvottaaðstöðu og geymslur bræðranna, en einnig gæla  þeir við þá hugmynd að þar verði notaleg koníaksstofa.

Gáminn keyptu bræðurnir af heildsala, sem hafði notað hann undanfarin ár sem geymslupláss. Áður var gámurinn nýttur til að flytja varning til og frá landinu. „Við fengum hann fyrir lítinn pening. Grindin í honum er alveg heil, en hann var ryðgaður og beyglaður og er ennþá þannig," segir Þórður.

Bræðurnir segjast spara bæði fé og fyrirhöfn með þessu fyrirkomulagi og telja að auðvelt verði að flytja  gáminn frá Reykjavík á áfangastað í sumar.

Nánari umfjöllun verður í Morgunblaðinu á morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert