Hrói höttur býr í Grafarvogi

Ævintýrastemning að miðaldahætti ríkti i í skóginum í Nónholti í botni Grafarvogs í dag. Á milli trjánna glitti í stigamenn, tignar meyjar og blóðuga bardaga.

Þarna voru á ferðinni nemendur úr 6. bekk í Rimaskóla sem voru að setja upp leikritið um Hróa hött og útlaga hans.

Eggert Kaaber, leikstjóri verksins segir að verkefni á borð við þetta séu afar mikilvæg í öllu skólastarfi; þarna blandist saman ýmsar listgreinar og þeir, sem að öllu jöfnu njóti sín síður í hefðbundnu skólastarfi, blómstri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert