Lög um táknmál samþykkt

Fagnað var á áhorfendapöllum Alþingis þegar lögin voru samþykkt.
Fagnað var á áhorfendapöllum Alþingis þegar lögin voru samþykkt. mbl.is/Eggert

Alþingi samþykkti í dag með 35 samhljóða atkvæðum lög, sem tryggja lagalega stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls í íslensku samfélagi.

„Þetta er mikill gleðidagur," sagði Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, þegar lögin voru samþykkt í dag. 

Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist vera stolt af þeim menntamálaráðherrum, sem hefðu unnið að málinu og stolt af því að vera þingmaður á Alþingi Íslendinga, sem ætlaði að gera þetta frumvarp að lögum. 

Heyrnarskertir fjölmenntu á þingpalla í dag og fylgdust með atkvæðagreiðslunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert