Lyfjaþjófnaður kærður til lögreglu

For­svars­menn Hrafn­istu í Kópa­vogi segja að lyfjaþjófnaður hafi verið kærður til lög­regl­unn­ar. Seg­ir í til­kynn­ingu að við reglu­bundið innra eft­ir­lit hafi fyr­ir nokkru orðið vart við óeðli­legra rýrn­un á til­tekn­um lyf­seðilskyld­um lyfj­um í ákveðnum lyfja­flokk­um hjá stofn­un­inni.

Fram kem­ur að í sam­ráði við ör­ygg­is­fyr­ir­tæki, sem vinni náið með stjórn­end­um Hrafn­istu í mál­um sem þess­um, hafi verið fylgst mjög ná­kvæm­lega með birgðahaldi heim­il­is­ins á ákveðnu tíma­bili.

„Leiddi eft­ir­litið til þess að grun­ur um sak­næmt at­hæfi, beind­ist að ákveðnum starfs­manni heim­il­is­ins. Í kjöl­far fund­ar með viðkom­andi og trúnaðar­manni, var lög­reglu fal­in rann­sókn máls­ins. Jafn­framt hef­ur Land­læknisembætt­inu og Lyfja­stofn­un verið til­kynnt um málið sam­kvæmt vinnu­ferl­um Hrafn­istu.

All­ir þjófnaðir á Hrafn­istu­heim­il­un­um varða brottrekstri úr starfi og eru jafn­framt til­kynnt­ir lög­reglu og öðrum viðeig­andi aðilum sam­kvæmt vinnu­regl­um heim­il­anna þar um. Starfsmaður­inn hef­ur þegar látið af störf­um.

Þar sem um lög­reglu­rann­sókn er að ræða mun Hrafn­ista ekki tjá sig frek­ar um málið að svo stöddu,“ seg­ir Pét­ur Magnús­son, for­stjóri Hrafn­istu í til­kynn­ingu.

Frétta­stofa RÚV seg­ist hafa heim­ild­ir fyr­ir því að lög­regl­an hafi hand­tekið konu á fimm­tugs­aldri í tengsl­um við málið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert