Neyddu mann til fjárútláta

Dómssalur í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Dómssalur í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur hef­ur dæmt 45 ára gaml­an karl­mann í 18 mánaða fang­elsi, meðal ann­ars fyr­ir rán og frels­is­svipt­ingu. Maður­inn og tveir aðrir neyddu meðal ann­ars ann­an mann með of­beldi til að milli­færa pen­inga yfir á reikn­ing eins þeirra.

Sam­kvæmt ákæru sviptu þre­menn­ing­arn­ir fjórða mann­inn frelsi á heim­ili hans við Hring­braut í Reykja­vík í des­em­ber 2009. Beittu þeir hús­ráðanda of­beldi í því skyni að ná frá hon­um verðmæt­um. Þeir slógu mann­inn  í and­lit, tóku hann hálstaki, fjötruðu hend­ur hans og tróðu tusku upp í munn hans og kefluðu hann.

Neyddu þeir mann­inn til að milli­færa 110 þúsund krón­ur af reikn­ingi sín­um yfir á reikn­ing eins manns­ins  auk þess sem þeir söfnuðu verðmæt­um í íbúðinni,  m.a. 80.000 krón­um í pen­inga­seðlum. 

Sá mann­anna, sem dæmd­ur var nú, var einnig fund­inn sek­ur um að hafa tekið bíl í heim­ild­ar­leysi og sett  á hana skrán­ing­ar­merki, sem hann stal af öðrum bíl. Maður­inn, sem var þá und­ir áhrif­um am­feta­míns, ók síðan um göt­ur borg­ar­inn­ar þar til lög­regl­an stöðvaði hann.

Fram kem­ur í dómn­um, að fá ár­inu 1990 hafi maður­inn hlotið fimmtán refsi­dóma og þríveg­is geng­ist und­ir sekt­ar­greiðslur hjá lög­reglu­stjóra fyr­ir lík­ams­árás­ir, auðgun­ar­brot, hús­brot, hót­an­ir, brot gegn lög­um um áv­ana- og fíkni­efni og um­ferðarlaga­brot.

Á ár­inu 2009 var hann meðal ann­ars dæmd­ur í tveggja og hálfs árs fang­elsi fyr­ir rán, stór­fellda lík­ams­árás, tíu þjófnaðar­brot, hylm­ingu, fjár­svik og fíkni­efna­laga­brot, auk þess að hafa í fimm skipti ekið bif­reið óhæf­ur til að stjórna henni ör­ugg­lega vegna áhrifa áv­ana- og fíkni­efna. 

Maður­inn játaði sök greiðlega. Hann var einnig dæmd­ur til að greiða mann­in­um, sem hann misþyrmdi, 450 þúsund krón­ur í bæt­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert