Nokkurt tjón á túnum

Sauðfé á öskuþöktu túni við Kirkjubæjarklaustur.
Sauðfé á öskuþöktu túni við Kirkjubæjarklaustur. Reuters

Tjón hef­ur orðið á tún­um á bæj­um frá Kirkju­bæj­arklaustri og aust­ur að Kálfa­felli. Run­ólf­ur Sig­ur­sveins­son, búfjár­ráðanaut­ur hjá Búnaðarsam­bandi Suður­lands, seg­ir að 6-8 cm ösku­lag sé á tún­um þar sem mest sé. Hann ótt­ast að erfitt geti orðið að nýta af­rétti til beit­ar í sum­ar.

Búfjár­ráðunaut­ar hafa verið að heim­sækja bænd­ur síðan ösku­fall­inu lauk, en þeir ætla að fara á alla bæi frá Klaustri og að Kálfa­felli og meta tjón og ráðleggja bænd­um. Run­ólf­ur seg­ir að mis­mik­il aska sé á tún­um, en 2,5-5 cm sé mjög al­gengt, en sumstaðar sé ösku­lagið 6-8 cm. Hann seg­ir að í öll­um til­vik­um sé um tjón að ræða fyr­ir bænd­ur.

Run­ólf­ur seg­ir að menn hafi líka áhyggj­ur af af­rétt­um. Ef þar sé mik­il aska, eins og flest bend­ir til, geti orðið erfitt að nýta af­rétti til beit­ar fyr­ir sauðfé. Þá verði bænd­ur að treysta meira á beit á lág­lendi og á tún­um.

Run­ólf­ur seg­ir að sum­ir bænd­ur hafi verið byrjaðir að bera á tún þegar gosið hófst bæði kornaðan áburð og hús­dýra­áb­urð. Hann seg­ir að áburður­inn muni nýt­ast þó að mik­il aska hafi fallið.

Run­ólf­ur seg­ir að skurðir á þessu svæði séu víða hálf­full­ir af ösku og mik­il vinna framund­an að hreinsa upp úr þeim.

Run­ólf­ur seg­ir að bænd­ur hafi í dag og í gær verið að setja út lamb­fé sem sett var inn þegar gosið hófst. Hann seg­ir best fyr­ir kind­ur og lömb að kom­ast út því alls kyns van­höld verði þegar verið sé að geyma þær inni í þröng­um hús­um. Run­ólf­ur seg­ir að ótrú­lega lítið hafi drep­ist af kind­um í gos­inu. Á þessu svæði séu 9-10 þúsund kind­ur, en talið sé að 10-20 kind­ur hafi drep­ist vegna goss­ins. Það sé ekki mikið miðað við það sem gekk á. 

Bændur á Fossum smala fé meðan á öskufallinu stóð.
Bænd­ur á Foss­um smala fé meðan á ösku­fall­inu stóð. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert