Reyndi að svipta sig lífi

Gistiheimilið Fit þar sem hælisleitendur búa.
Gistiheimilið Fit þar sem hælisleitendur búa. mbl.is/RAX

Palestínskur hælisleitandi var sendur á sjúkrahús í gær eftir að hann reyndi að svipta sig lífi á gistiheimili í Reykjanesbæ. Fram kom í fréttum Útvarpsins, að maðurinn hafði þá verið í hungurverkfalli í þrjá daga til að mótmæla þeirri ákvörðun Útlendingastofnunar að senda hann úr landi.

Útvarpið sagði að farið hefði verið með Mousa Sharif Al Jaradat á sjúkrahús í gær eftir að hann skar sig á púls. Gert var að sárum hans og hann  sendur í geðrannsókn en ekki þótti ástæða til að vista hann á geðdeild.

Fram kom að maðurinn ætlar að halda hungurverkfallinu áfram og í dag ætli hann einnig að hætta að drekka.

Mousa kom til Íslands fyrir tæpum þremur mánuðum en fékk þær upplýsingar fyrir skömmu að Útlendingastofnun hefði neitað honum um hæli og að hann yrði sendur aftur til Noregs.

Vefur Ríkisútvarpsins

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert