Segir ekki nóg að gert

Andrea Jóhanna Ólafsdóttir.
Andrea Jóhanna Ólafsdóttir.

Andrea Jóhanna Ólafsdóttir, formaður stjórnar Hagsmunasamtaka heimilanna, segir ekki nóg að gert með leiðunum sem Landsbankinn kynnti í gær. Þær séu jákvæð skref í áttina og jákvætt sé að banki hafi frumkvæði að því að spila meiru út. Verið séð að koma til móts við fólk með að endurgreiða hluta vaxta. „Það hefði verið hneyksli að gera nokkuð annað því þeir eru að sýna fram á methagnað á síðasta ársfjórðungi. Það er fullkomlega eðlilegt að heimilin fái leiðréttan þann forsendubrest sem þau urðu fyrir,“ segir Andrea.

Vonast hún til að gengið verði lengra og að hinn almenni skuldari fái leiðréttingu. Almenn leiðrétting sé langeinfaldasta og fljótlegasta leiðin sem geti hraðað endurreisn efnahagslífsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert