Stórtækur kampavínsþjófur

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt 35 ára gamlan karlmann í mánaðarlangt fangelsi fyrir fíkniefnabrot og fyrir að stela 24 flöskum af kampavíni, 24 flöskum af bjór, 35 flöskum af rauðvíni, 2 kílóum af humri og 10 kílóum af humarhölum úr eldhúsi á veitingastað í Reykjavík.

Fram kemur í dómnum, að þýfið er metið á 151.520 krónur. 

Þetta gerðist í febrúar í vetur. Maðurinn var handtekinn og fluttur í Hegningarhúsið og þá fundust 10,77 grömm af amfetamíni, sem hann hafði falið í jakkaerminni. 

Maðurinn játaði brotin. Hann hefur áður fengið dóma fyrir fíkniefna- og umferðarlagabrot.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert