Töpuðu 480.882.144.209 krónum

Miklir fjármunir töpuðust í hruninu.
Miklir fjármunir töpuðust í hruninu.

Á árunum 2009-2010 töpuðu fjármálastofnanir samtals 480.882.144.209 krónum vegna gjaldþrota eða afskrifta hjá fyrirtækjum.

Þessar upplýsingar komu fram í skriflegu svari frá efnahags- og viðskiptaráðherra við fyrirspurn Gunnars Braga Sveinssonar alþingismanns um tap fyrirtækja vegna gjaldþrota eða afskrifta. Svarið er byggt á upplýsingum frá Fjármálaeftirlitinu um afskriftir viðskiptabankana á árunum 2006–2010.

Gunnar Bragi spurði hvernig skiptingin hefði verið milli atvinnugreina. Sérstaklega athygli vegur af þessum 480 milljörðum voru 345.783.448.333 krónur vegna þess sem kallað er „annað“ en þar er væntanlega að stórum hluta um eignarhaldsfélög að ræða.

Afskriftir árin þar á undan voru óveruleg í samanburði við síðustu tvö ár. Tap vegna gjaldþrota og afskrifta fyrirtækja árið 2008 var 4,9 milljarðar, tæplega 1,5 milljarðar árið 2007 og 3,9 milljarðar vegna ársins 2006.

Svar ráðherra

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert