Töpuðu 480.882.144.209 krónum

Miklir fjármunir töpuðust í hruninu.
Miklir fjármunir töpuðust í hruninu.

Á ár­un­um 2009-2010 töpuðu fjár­mála­stofn­an­ir sam­tals 480.882.144.209 krón­um vegna gjaldþrota eða af­skrifta hjá fyr­ir­tækj­um.

Þess­ar upp­lýs­ing­ar komu fram í skrif­legu svari frá efna­hags- og viðskiptaráðherra við fyr­ir­spurn Gunn­ars Braga Sveins­son­ar alþing­is­manns um tap fyr­ir­tækja vegna gjaldþrota eða af­skrifta. Svarið er byggt á upp­lýs­ing­um frá Fjár­mála­eft­ir­lit­inu um af­skrift­ir viðskipta­bank­ana á ár­un­um 2006–2010.

Gunn­ar Bragi spurði hvernig skipt­ing­in hefði verið milli at­vinnu­greina. Sér­stak­lega at­hygli veg­ur af þess­um 480 millj­örðum voru 345.783.448.333 krón­ur vegna þess sem kallað er „annað“ en þar er vænt­an­lega að stór­um hluta um eign­ar­halds­fé­lög að ræða.

Af­skrift­ir árin þar á und­an voru óveru­leg í sam­an­b­urði við síðustu tvö ár. Tap vegna gjaldþrota og af­skrifta fyr­ir­tækja árið 2008 var 4,9 millj­arðar, tæp­lega 1,5 millj­arðar árið 2007 og 3,9 millj­arðar vegna árs­ins 2006.

Svar ráðherra

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert