Tröppur við Seljalandsfoss

Seljalandsfoss.
Seljalandsfoss. Reuters

Ísólf­ur Gylfi Pálma­son, sveit­ar­stjóri Rangárþings eystra og Birg­ir Ægir Kristjáns­son, fram­kvæmda­stjóri vélsmiðjunn­ar Magna und­ir­rituðu í dag verk­samn­ing um smíði og upp­setn­ingu á stáltröpp­um við Selja­lands­foss.

Fram kem­ur á vef Rangárþings eystra, að sveit­ar­fé­lagið legg­ur ákveðið fjár­magn á hverju ári í upp­bygg­ingu áfangastaða í sveit­ar­fé­lag­inu og eru tröpp­urn­ar við Selja­lands­foss stærsta verk­efnið sem ráðist verður til í ár.

Und­an­far­in ár hef­ur verið unnið að því að laga aðgengi í kring­um foss­inn og eru tropp­urn­ar hluti af því. Verk­efnið er einnig styrkt af um­hverf­is­sjóði Ferðamála­stofu sem legg­ur 2 millj. í þenn­an hluta verks­ins. Upp­setn­ing hefst í byrj­un júní og er áætlað að verkið taki um 3-4 vik­ur.

Á meðan á upp­setn­ingu stend­ur má bú­ast við ein­hverj­um trufl­un­um við foss­inn.

Kostnaðaráætl­un við verk­efnið er tæp­ar 6 millj­ón­ir. Um­sjón með verk­efn­inu hef­ur Odd­ur Her­manns­son hjá Land­formi ehf. á Sel­fossi.

Vef­ur Rangárþings eystra

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert