Tröppur við Seljalandsfoss

Seljalandsfoss.
Seljalandsfoss. Reuters

Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangárþings eystra og Birgir Ægir Kristjánsson, framkvæmdastjóri vélsmiðjunnar Magna undirrituðu í dag verksamning um smíði og uppsetningu á stáltröppum við Seljalandsfoss.

Fram kemur á vef Rangárþings eystra, að sveitarfélagið leggur ákveðið fjármagn á hverju ári í uppbyggingu áfangastaða í sveitarfélaginu og eru tröppurnar við Seljalandsfoss stærsta verkefnið sem ráðist verður til í ár.

Undanfarin ár hefur verið unnið að því að laga aðgengi í kringum fossinn og eru troppurnar hluti af því. Verkefnið er einnig styrkt af umhverfissjóði Ferðamálastofu sem leggur 2 millj. í þennan hluta verksins. Uppsetning hefst í byrjun júní og er áætlað að verkið taki um 3-4 vikur.

Á meðan á uppsetningu stendur má búast við einhverjum truflunum við fossinn.

Kostnaðaráætlun við verkefnið er tæpar 6 milljónir. Umsjón með verkefninu hefur Oddur Hermannsson hjá Landformi ehf. á Selfossi.

Vefur Rangárþings eystra

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert