Ungt fólk stofnar ASÍ-UNG

Frá þingi ASÍ-Ungra.
Frá þingi ASÍ-Ungra.

Rödd ungs fólks þarf að heyr­ast hátt og skýrt í þjóðfé­lagsum­ræðunni. Þetta sagði Guðni Gunn­ars­son, full­trúi VM, er hann sett stofnþing ASÍ-UNG í morg­un. ASÍ-UNG er ætlað að efla starf ungs fólks í verka­lýðshreyf­ing­unni.

Þingið mun standa í all­an dag en hverju aðild­ar­fé­lagi ASÍ var boðið að senda einn full­trúa og sitja því alls 53 full­trú­ar ungs launa­fólks þingið.

ASÍ-UNG er ætlað að ná til launa­fólks á aldr­in­um 18 til 35 ára og hef­ur sér­stak­ur und­ir­bún­ings­hóp­ur unnið að und­ir­bún­ingi stofnþings­ins. Meg­in áhersla verður lögð á mál­efni sem að tengj­ast ungu fólki sér­stak­lega svo sem á mennta­mál, hús­næðismál og fjöl­skyldu­mál auk rétt­inda- og kjara­mála sam­kvæmt upp­lýs­ing­um ASÍ.

Guðni sagði í setn­ing­ar­ræðu sinni að við und­ir­bún­ing þings­ins hafi það verið nær  sam­dóma álit allra funda­manna að þing­in ættu ekki að vera of formbund­in og frek­ar í létt­ari kant­in­um. „Áhersla var lögð á að unnið yrði í litl­um hóp­um þar sem auðvelt væri að tjá sig og viðfangs­efn­in ættu að varða ungt fólk og mál­efni þess.

Einnig er mik­il­vægt að niður­stöður þinga ASÍ-UNG rati inn á árs­fund ASÍ svo þau mál­efni rati inn í stefnu­mörk­un ASÍ.

Á und­ir­bún­ings­fund­um var mikið rætt um hlut­verk og mark­mið ASÍ-UNG. Eitt meg­in hlut­verk ASÍ-ung væri að tryggja að rödd ungs fólks heyrðist hátt og skýrt í þjóðfé­lagsum­ræðunni. Meg­in áhersl­ur væri þannig mál­efni ungs fólks al­mennt, svo sem kjara­mál, hús­næðismál , líf­eyr­is­mál og fræðsla til ungs fólks,“ sagði Guðni.

Gylfi Arn­björns­son, for­seti ASÍ, ávarpaði þingið í morg­un. Á dag­skrá fyr­ir há­degi eru m.a. er­indi Hall­dórs Grön­vold, aðstoðarfram­kvæmda­stjóra ASÍ, sem fjall­ar um hvernig auka má tæki­færi ungs fólks til mennt­un­ar og Katrín Ólafs­dótt­ir, lektor við viðskipta­deild HR, fjall­ar um ungt fólk og vinnu­markaðinn.

Eft­ir há­degi fara fram umræður í hóp­um um ýmis mál­efni og síðdeg­is verður kos­in stjórn og formaður ASÍ-UNG.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert