Vinna enn eftir samkomulaginu

Birna Einarsdóttir.
Birna Einarsdóttir.

„Auðvitað skoðum við þetta og skoðum hvernig við spilum þetta áfram en við lítum ennþá svo á að við séum í þessu samkomulagi sem ríkisstjórnin ýtti af stað þar sem þessi 110% leið var unnin með fjármálastofnunum, Íbúðalánasjóði og lífeyrissjóðunum,“ segir Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, um nýju leiðirnar fyrir skuldara sem Landsbankinn kynnti í gær.

Hún segir það ekkert launungarmál að það hafi verið til umræðu hvort umgjörð samkomulagsins væri of þröng. Krafa lífeyrissjóðanna hafi verið að reglurnar væru töluvert afmarkaðar vegna laga sjóðanna.

Á blaðamannafundi Landsbankans kom meðal annars fram að stjórnendum bankans hafi fundist ganga fullhægt að leysa skuldavandann með samkomulaginu. Birna tekur undir að það hafi gengið hægt fyrir sig.

„Það hefur bara gengið illa að fá heimili og í einhverjum tilfellum fyrirtæki líka til að koma að borðinu og skoða þessar lausnir og ganga frá þeim,“ segir Birna. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka