Féll í götuna og missti tvær tennur

mbl.is/Július

Ágreiningur á milli leigubílstjóra og hóps fólks í Kópavogi um eittleytið í nótt varð til þess að maður féll í götuna og missti tvær tennur auk þess sem hann hruflaði sig á höndum við fallið.

Tvennum sögum fer þó af málsatvikum að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt frásögn mannsins ætlaði hann að fá far með leigubílnum sem hafi tekið af stað áður en honum hafði tekist að setjast almennilega inn í bifreiðina.

Síðar barst frásögn leigubílstjórans til lögreglu sem sagði að maðurinn ásamt fleirum hafi viljað fá far með leigubílnum en vegna ágreinings hefði bílstjórinn ekki vilja aka þeim og reynt að komast í burtu. Fólkið hafi þá hlaupið á eftir bílnum með þeim afleiðingum að maðurinn hafi fallið til jarðar á hlaupunum.

Að sögn lögreglunnar er málið til rannsóknar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert