Gosstrókur í 1,5 km hæð

Radarmyndir sem Gæslan tók í gær.
Radarmyndir sem Gæslan tók í gær. mynd/Landhelgisgæslan

Flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, fór í eftirlitsflug í gær þar sem m.a. var aflað upplýsinga um gosstöðvarnar í Grímsvötnum. Á radarmyndum sást gosmökkur sem steig beint upp í loftið og náði um 1,5 km hæð.

Var strókurinn frekar ljósleitur og sást ekki aska í honum. Samkvæmt þessu er greinilegt að gosinu er ekki lokið, segir á vef Gæslunnar.

Fram kemur að næstu daga verði flogið reglulega yfir gosstöðvarnar og fylgst með þróuninni. Radarmyndir og önnur gögn úr eftirlitsbúnaði séu ætíð send vísindamönnum til frekari greiningar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert