Landsfundur Samfylkingar í október

Flokksstjórn Samfylkingarinnar situr á fundi um helgina.
Flokksstjórn Samfylkingarinnar situr á fundi um helgina.

Flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar stendur nú yfir í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ. Þar er  verða lagðar fram niðurstöður umbótafunda, sem haldnir hafa verið í öllum aðildarfélögum Samfylkingarinnar sl. fimm mánuði. Fram kom á fundinum að landsfundur flokksins verður haldinn í október.

Fram kemur á vef flokksins, að flokksstjórnarfundurinn um helgina sé skref í umbótaferli sem hófst með skipun umbótanefndarinnar í apríl 2010.

Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, mun flytja ræðu á fundinum á morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka