Óttast aukna neyslu unglinga í sumar

Kannabisefni eru langvinsælustu vímuefnin hjá unglingum á Íslandi á eftir …
Kannabisefni eru langvinsælustu vímuefnin hjá unglingum á Íslandi á eftir áfengi. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Takmarkaðir atvinnumöguleikar unglinga í sumar gætu orðið til þess að þeim verði hættara við því að leiðast út í fikt með kannabisefnaneyslu. Búist er við að mjög margir unglingar verði atvinnulausir í sumar og óttast foreldrar að það og aukin neysla nemenda grunnskóla á slíkum efnum á vormisserinu sem er að ljúka verði til þess að hættan aukist á að þeir leiðist út í slíkt fikt.

Þetta er á meðal þess sem kom fram á málþingi foreldra um skaðsemi kannabis sem haldið var í Háteigsskóla á fimmtudag undir yfirskriftinni „Bara gras?“.

Um miðjan maí höfðu um 4.000 ungmenni 17 ára og eldri sótt um sumarstarf hjá Reykjavíkurborg. Aðeins 1.900 verða hins vegar ráðnir. Auk þess fá 14 ára unglingar enga vinnu hjá vinnuskólanum og þeir sem eru 15 ára fá aðeins vinnu hálfan daginn í þrjár vikur. 16 ára unglingar fá heilsdagsvinnu í þrjár vikur í sumar.

Aukin neysla og framleiðsla

Að sögn Árna Einarssonar, framkvæmdastjóra Fræðslu og forvarna, eins þeirra hópa sem standa að málþingunum, voru helst þrjár ástæður fyrir að ráðist var í að halda þau. Rannsóknir sýndu fram á vaxandi kannabisneyslu ungmenna auk þess sem lögregla greindi frá umsvifameiri ræktun efnisins hér á landi. Þá voru vísbendingar um að viðhorf ungs fólks til maríjúananeyslu hefði breyst.

„Okkur bárust reglulega upplýsingar um breytt viðhorf ungmenna í þá veru að þetta væri skaðlaust efni til neyslu og lítið gert úr varnaðarorðum eða þeim snúið á haus,“ segir Árni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka