Óttast aukna neyslu unglinga í sumar

Kannabisefni eru langvinsælustu vímuefnin hjá unglingum á Íslandi á eftir …
Kannabisefni eru langvinsælustu vímuefnin hjá unglingum á Íslandi á eftir áfengi. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Tak­markaðir at­vinnu­mögu­leik­ar ung­linga í sum­ar gætu orðið til þess að þeim verði hætt­ara við því að leiðast út í fikt með kanna­bis­efna­neyslu. Bú­ist er við að mjög marg­ir ung­ling­ar verði at­vinnu­laus­ir í sum­ar og ótt­ast for­eldr­ar að það og auk­in neysla nem­enda grunn­skóla á slík­um efn­um á vormiss­er­inu sem er að ljúka verði til þess að hætt­an auk­ist á að þeir leiðist út í slíkt fikt.

Þetta er á meðal þess sem kom fram á málþingi for­eldra um skaðsemi kanna­bis sem haldið var í Há­teigs­skóla á fimmtu­dag und­ir yf­ir­skrift­inni „Bara gras?“.

Um miðjan maí höfðu um 4.000 ung­menni 17 ára og eldri sótt um sum­arstarf hjá Reykja­vík­ur­borg. Aðeins 1.900 verða hins veg­ar ráðnir. Auk þess fá 14 ára ung­ling­ar enga vinnu hjá vinnu­skól­an­um og þeir sem eru 15 ára fá aðeins vinnu hálf­an dag­inn í þrjár vik­ur. 16 ára ung­ling­ar fá heils­dags­vinnu í þrjár vik­ur í sum­ar.

Auk­in neysla og fram­leiðsla

Að sögn Árna Ein­ars­son­ar, fram­kvæmda­stjóra Fræðslu og for­varna, eins þeirra hópa sem standa að málþing­un­um, voru helst þrjár ástæður fyr­ir að ráðist var í að halda þau. Rann­sókn­ir sýndu fram á vax­andi kanna­bisneyslu ung­menna auk þess sem lög­regla greindi frá um­svifa­meiri rækt­un efn­is­ins hér á landi. Þá voru vís­bend­ing­ar um að viðhorf ungs fólks til maríjú­ana­neyslu hefði breyst.

„Okk­ur bár­ust reglu­lega upp­lýs­ing­ar um breytt viðhorf ung­menna í þá veru að þetta væri skaðlaust efni til neyslu og lítið gert úr varnaðarorðum eða þeim snúið á haus,“ seg­ir Árni.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka