„Fullt tilefni til að vera bjartsýn“

Frá flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar í Garðabæ í dag. Á myndinni sjást …
Frá flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar í Garðabæ í dag. Á myndinni sjást þau Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra og Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík. mbl.is/Kristinn

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, segir mögulegt að fjárfestingar í orkufrekum iðnaði og tengdum virkjanaframkvæmdum á næstu þremur til fimm árum getið numið á bilinu 300-400 milljörðum kr.

Þetta yrði á bilinu sex til sjö þúsund ársverk við uppbygginguna.

„Við höfum því fullt tilefni til að vera bjartsýn á framhaldið,“ sagði Jóhanna í ræðu á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar, sem fram fer í Fjölbrautarskólanum í Garðabæ.

Þá sagðist hún reikna með að nú styttist verulega í að tilkynnt verði um framkvæmdir í tengslum við orkufrekann iðnað á Norðurlandi.

„Ég er líka orðin mun bjartsýnni en áður, um að Norðurál nái semja við HS orku og Orkuveituna um nægilega orku til að álver þeirra í Helguvík geti orðið að veruleika með tilheyrandi framkvæmdum við Hverahlíðarvirkjun, Reykjanesvirkjun og línulagnir í tengslum við orkufrekann iðnað á Suðurnesjum,“ sagði Jóhanna.

Ef ofangreind verkefni ganga öll eftir gætum við því verið að tala um fjárfestingar í orkufrekum iðnaði og tengdum virkjanaframkvæmdum uppá 300-400 milljarða á næstu þremur til fimm árum og sex til sjö þúsund ársverk við uppbygginguna,“ sagði Jóhanna í ræðu sinni.

Þá benti hún á að rammááætlun og þar með röðun virkjanakosta og verndarsvæði og vatnalög verði afgreidd fyrir næsta vetur. Á grundvelli hennar geti Landsvirkjun og aðrir aðilar lagt grunn að framtíðaruppbygginu virkjana og orkusölu þannig að hámarka megi arð þjóðarinnar af orkuauðlindum sínum.

„Þar er grundvallaratriði að handstýringu stjórnvalda um hvar skuli virkja sé lokið. Rammanáætlun á að vera okkar leiðsögutæki og þar eiga viðskiptaleg sjónarmið að ráða ferðinni annarsvegar og náttúruvernd hinsvegar,“ segir forsætisráðherra.

Stefnt sé að a.m.k. tveimur umfangsmiklum fjárfestingaverkefnum í orkufrekum iðnaði auk þeirra umfangsmiklu framkvæmda sem þegar séu komnar á stað við Búðarhálsvirkjun, álverið í Straumsvík, Kísilverksmiðju í Helguvík, Gagnaver á Suðurnesjum, álverið á Reyðarfirði og víðar.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert