Kvótamálin í þjóðaratkvæði

Jóhanna Sigurðardóttir og Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir á fundinum í Garðabæ …
Jóhanna Sigurðardóttir og Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir á fundinum í Garðabæ í dag. mbl.is/Kristinn

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, for­sæt­is­ráðherra og formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, seg­ir það ótrú­lega ósvífni af hálfu LÍÚ að hóta því að kjara­samn­ing­arn­ir gildi aðeins til ára­móta en ekki í þrjú ár, verði sjáv­ar­út­vegs­mál­in ekki í ásætt­an­legu horfi fyr­ir sam­tök­in þann 22. júní.

Jó­hanna sagði á flokk­stjórn­ar­fundi í dag að ekki væri hægt að líða slíka ósvífni. All­ir þurfi því að leggj­ast á eitt til að ná metnaðarfull­um mark­miðum varðandi þróun verðlags, geng­is og hag­vaxt­ar sem kjara­samn­ing­arn­ir byggj­ast á.

Hún bend­ir á að breyt­ing á sjáv­ar­út­vegs­mál­um sé eitt af stóru mál­un­um framund­an. 

Hún seg­ir að með frum­varpi rík­is­stjórn­ar­inn­ar um breyt­ing­arn­ar, sem feli í sér að all­ar afla­heim­ild­ir verði innkallaðar og þeim síðan end­urút­hlutað, sé verið að opna kerfið sem hafi verið sniðið að sér­hags­mun­um kvóta­hafa.

Jó­hanna ít­rek­ar að það sé mik­il­vægt að stjórn­ar­flokk­arn­ir nái þessu stóra máli fram. Hins veg­ar muni sjálf­stæðis­menn, sem mál­svar­ar LÍÚ, gera allt sem í þeirra valdi standi til að koma í veg fyr­ir það nú í þinglok.

„Ég vil ít­reka hér, það sem flokks­stjórn­ar­fund­ur hef­ur áður samþykkt og ég tel að vilji sé til þess inn­an Sam­fylk­ing­ar­inn­ar að setja ætti þetta mál í þjóðar­at­kvæðagreiðslu,“  sagði Jó­hanna við fögnuð fund­ar­manna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert