Mælt fyrir öðru frumvarpinu

Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. mbl.is/Kristinn

Ekkert samkomulag náðist um að afgreiða frumvörp sjávarútvegsráðherra um stjórn sjávarútvegsmála á Alþingi áður en þingið fer í sumarleyfi á fundi þingflokksformanna og forseta Alþingis í dag.

Frumvörpin tvö eru hins vegar komin á dagskrá þingsins á morgun og er samkomulag um að sjávarútvegsráðherra mæli fyrir öðru þeirra samkvæmt heimildum mbl.is, það er frumvarpi um strandveiðar, aflamark, veiðigjald o.fl.

Byrja verður hins vegar á að leita afbrigða til þess að sjávarútvegsráðherra geti mælt fyrir frumvarpinu þar sem frumvörpin voru ekki lögð fram fyrir 1. apríl síðastliðinn.

Ríkisstjórnin hefur lagt á það áherslu að frumvörpin verði afgreidd fyrir sumarleyfi, í það minnsta annað þeirra, og ekki útilokað að boða til sumarþings takist það ekki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert