Ofurlaunaliðið fær ekki að soga til sín hagvöxtinn

Jóhanna Sigurðardóttir á fundinum í dag.
Jóhanna Sigurðardóttir á fundinum í dag. mbl.is/Kristinn

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, seg­ir að of­ur­launaliðið, fjár­glæframenn­irn­ir og stór­eignaelít­an fái ekki að soga til sín hag­vöxt­inn sem framund­an sé á meðan Sam­fylk­ing­in fái að ráða.

Hún seg­ir nóg að þjóðin hafi þurft að greiða fyr­ir síðasta gleðskap þessa fólks.

„Sú svall­veisla var hald­in und­ir lúðrablæstri frjáls­hyggju­trú­boðs Sjálf­stæðis­flokks­ins. Lífs­kjara­sókn­in er framund­an er verður hins veg­ar á for­send­um jafnaðar­stefn­unn­ar.“ 

Þetta sagði hún í ræðu á flokk­stjórn­ar­fundi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar sem fram fer í Garðabæ.

Var Jó­hönnu klappað lof í lófa eft­ir að hún lét um­mæl­in falla.

Hún sagði enn­frem­ur að kafla­skil hefðu nú orðið í end­ur­reisn­ar­starf­inu.

„Björg­un­ar­starf­inu er að mestu far­sæl­lega lokið og for­send­ur hafa verið lagðar fyr­ir raun­veru­legri lífs­kjara­sókn,“ sagði Jó­hanna.

Þó enn sé víða við erfiðleika að glíma og enn sé óvissa varðandi ýmis mál hafi ekki verið bjart­ara yfir ís­lensku efna­hags­lífi um langa hríð. Sam­an­b­urður á stöðu efna­hags­mála núna og þegar rík­is­stjórn­in tók við sé eins og að bera sam­an svart og hvítt.

„Lífs­kjara­sókn­in er nú haf­in og framund­an eru gríðarlega mik­il­væg og spenn­andi verk­efni sem flest eru kom­in vel á veg. Ekk­ert bend­ir því til ann­ars en að okk­ur muni tak­ast það ætl­un­ar­verk að nýta vel það sögu­lega tæki­færi sem rík­is­stjórn­ar­sam­starf Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og Vinstri grænna er,“ sagði Jó­hanna.

Ræða Jó­hönnu á vef Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert